37. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 30. apríl 2018 kl. 15:00


Mættir:

Óli Björn Kárason (ÓBK) formaður, kl. 15:00
Þorsteinn Víglundsson (ÞorstV) 1. varaformaður, kl. 15:00
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 15:00
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 15:00
Oddný G. Harðardóttir (OH), kl. 15:00
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn), kl. 15:00
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 15:00

Nefndarritari: Steindór Dan Jensen

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 15:00
Fundargerð 36. fundar var samþykkt.

2) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 596/2014 frá 16. apríl 2014 um markaðssvik (reglugerð um markaðssvik) og um niðurfellingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2003/6/EB og tilskipunum framkvæmdastjórnarinnar 2003/124/EB, 2003/125/EB og 2004 Kl. 15:00
Nefndin fékk á sinn fund Pétur Gunnarsson frá utanríkisráðuneyti, Evu Baldursdóttur frá fjármála- og efnahagsráðuneyti og Guðlaugu Maríu Þorvalsdóttur frá Fjármálaeftirlitinu, sem kynntu gerðina og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 422. mál - fjármálafyrirtæki Kl. 15:40
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Hjálmar Brynjólfsson, Björk Sigurgísladóttur og Lindu Kolbrúnu Björgvinsdóttur frá Fjármálaeftirlitinu og Örn Arnarson og Vigdísi Halldórsdóttur frá Samtökum fjármálafyrirtækja.

4) 249. mál - réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins Kl. 16:10
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Völu Rebekku Þorsteinsdóttur frá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins.

5) 388. mál - Viðlagatrygging Íslands Kl. 16:25
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Guðjón Bragason frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

6) 395. mál - innheimtulög Kl. 16:50
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Jón Gunnar Ásbjörnsson frá Lögmannafélagi Íslands.

7) 423. mál - breyting á ýmsum lagaákvæðum um skatta og gjöld Kl. 17:05
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Bergþóru Halldórsdóttur frá Samtökum atvinnulífsins og Sigurð Hannesson frá Samtökum iðnaðarins.

8) Önnur mál Kl. 17:25
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 17:25